MyScania var valið sem besta flotastjórnunarkerfið á German Telematics Award 2024. Þessi verðlaunaða lausn felur ekki einungis í sér skilvirkt tölvuumhverfi fyrir flotastjórnun, heldur býður upp á ótvíræðan ávinning á mörgum sviðum og skapar þannig mikinn virðisauka fyrir rekstur bílaflota. Scania hefur sett sér það markmiðað bjóða viðskiptavinum sínum upp á sjálfbærar þjónustulausnir sem hafa jafnframt jákvæð áhrif á losun CO2.
„MyScania flotastjórnunarkerfið erfrábær lausn fyrir bílstjóra og stjórnendur til að fylgjast með daglegumrekstri á bílaflotanum sínum,“ segir Sigurjón Örn Ólafsson, þjónustustjóri Scania hjá Kletti.
MyScania hafnaði í fyrsta sæti sem besta flotastjórnunarkerfið meðal annars vegna eftirfarandi eiginleika;
· Snögguraðgangur að upplýsingum um ökutækið og virkni ökumanns
· Sjálfvirktniðurhal á hraðamælisgögnum með stillanlegu millibili
· Brottfararstýringí gegnum Scania Driver App
· Greiningá akstursstíl
· Þjónustuáætlanir
· Reiknunfjarlægða og hleðsluþjónusta
Verðlaunin undirstrika skuldbindingu Scania til stafrænnar nýsköpunar og sjálfbærni í samgöngumálum. „Við erum sannarlega stolt af þessari viðurkenningu og við munum halda áfram að vinna að því að þróa lausnir sem styðja viðskiptavini okkar og knýja þeirra viðskipt iáfram á sjálfbæran hátt,“ segir Lars Gustafsson, SVP og Head of Service Portfolio and Delivery, að lokum.