Hreinni framtíð hjá Kletti

Klettur bauð nýverið viðskiptavinum á kynningu sem bar yfirskriftina Hreinni framtíð og var haldin í nýrri þjónustumiðstöð fyrirtækisins að Einhellu 1 í Hafnarfirði. Þar var sýnt allt það nýjasta sem sem Klettur hefur að bjóða í rafknúnum atvinnutækjum og umhverfisvænum lausnum frá m.a Scania og CAT. Að sögn Kristjáns Más Atlasonar forstjóra Kletts, þá kviknaði hugmynd að kynningardeginum vegna áhuga frá bátageiranum hér á landi á nýrri rafknúinni bátavél frá Scania. „Við ákváðum því að sýna í heild sinni hvað við höfum að bjóða í tengslum við orkuskiptin en sýna um leið þann mikla árangur sem hefur náðst með þróun dísilvéla sem stöðugt hafa verið að minnka kolefnisspor sitt og skila hreinni útblæstri. Enn fremur voru kynntar starfrænar lausnir sem hafa gagnast vel við að stuðla að aukinni skilvirkni í orkunotkun og rekstri.“

Sérfræðingar frá Scania komu hingað til lands á vegum Kletts. Þau eru Åsa Bennerstam, viðskiptastjóri fyrir Ísland, og Torben Dabrowski, sérfræðingur í orkuskipalausnum bátavéla. Með þeim á myndinni eru Sigurður Vilhljálmsson, sölustjóri aflvéla, og Kar Geirsson, sölufulltrúi Kletts.

Scania Marine

Tveir fulltrúar frá Scania, þau Åsa Bennerstam viðskiptastjóri hjá Scania og Torben Dabrowski, sérfræðingur í orkuskiptalausnum bátavéla, voru stödd á kynningunni. Þau komu til landsins til að kynna fyrir væntanlegum viðskiptavinum heildstætt hybrid-kerfi fyrir skip og báta sem sameinar rafmagnsmótor og dísilvél sem keyra má saman eða í hvort í sínu lagi. Þetta er lausn sem felur í sér góða orkunýtingu, einfaldar þjónustu og minnkar viðhaldsamanborið við hefðbundnar bátavélar. Hybrid-vélin skilar framúrskarandi afli, einstökutogi og svörun frá hægagangi og minnkar losun á CO2 um 92% miðað viðnotkun á HVO og endurnýtanlegu rafmagni. Búnaðurinn lágmarkar einnig orkutap, sparar eldsneyti, minnkar hávaða og útblástur og skilar sér í lægri rekstrarkostnaði. Rafmótorar frá Scania henta bæði fyrir nýsmíði og endurnýjun og eru tilvalin lausn fyrir t.d. hvalaskoðunarbáta, minni ferjur og dagróðra-og línubáta svo einhver dæmi séu tekin.  

 

Rafknúnir vörubílar

Rafmagnstrukkar eru að koma sterkir inn þessi misserin og þar hefur orðið gríðarleg framþróun. Scania er með tvær gerðir rafknúinna vörubíla í mörgum útfærslum: annars vegar Urban til notkunar á styttri vegalengdum og hins vegar Regional sem hentar á lengri leiðum og fyrir meiri þunga. Rafhlöðurnar í Scania-bílum koma frá sænska framleiðandanum Northvolt og kolefnisspor þeirra er um þriðjungur miðað við sambærilegar rafhlöður í dag. „Við erum þegar komnir með Urban rafmagnsvörubílinn frá Scania og síðar á þessu ári erum við að fá Regional-bílinn sem er með meiri drægni og öflugustu hleðslueiginleika sem í boði eru á markaðnum sem þýðir að það tekur mjög stuttan tíma að hlaða. Drægni Regional-bílsins fer upp í 350–400 km þannig að menn sjá fyrir sér að hægt verði að sinna stærra svæði og fara talsvert út fyrir höfuðborgarsvæðið en reynslan hefur verið góð af bílunum sem hafa verið í notkun innanbæjar,“ segir Kristján Már. Þess má geta að Scania Regional vann til Evrópska verðlauna í desember sl. sem umhverfisvænsti rafknúni vörubíllinn. 

 

Scania Super hefur meðal annars unnið titillinn ,,Green Truck of the Year" síðastlitðin 6 ár.

Scania Super

Super er ný lína vörubíla hjá Scania sem felur m.a. í sér nýja 13 ltr. dísilvél, gírkassa og driflínu. Mikil framþróun hefur orðið í dísilvélinni sem er orðin það hrein í bruna að hún er að ná að minnka eldsneytisnotkun um 8–10% frá síðustu kynslóð dísilvéla. Fjórar vélastærðir eru í Super-línunni: 420, 460, 500 og 560 hestöfl. Scania Super hefur m.a. unnið titilinn „Green Truck of the Year” og er eyðslugrennsti flutningabíllinn í stórum samanburði í Evrópu á síðasta ári. „Viðskiptavinir okkar hafa verið að endurnýja bíla sína til að ná fram þessum sparnaði en um leið fara þeir alltaf í hreinni bíla. Okkur finnst það mikilvægt því að við sjáum ekki alveg fyrir okkur að það sé hægt á allra næstu árum að ýta dísiltrukkum alveg út af markaðnum en þá er mikilvægt að endurnýja elstu bílana því það skilar rekstrarhagræðingu og jákvæðum umhverfisáhrifum, bæði hvað varðar NOx og CO2, en níturoxið er nú orðið aðeins brot af því sem það var í eldri kynslóðum véla“ segir Kristján Már.

 

 

Stafræn þjónusta Kletts

Á kynningunni var farið yfir þá stafrænu þjónustu sem í boði er hjá Kletti, bæði fyrir Scania og CAT. MyScania-appið er í rauninni flotastýringarkerfi sem hjálpar til við að minnka kolefnisspor og halda utan um viðhaldsþörf og annað svo viðskiptavinir geti hámarkað nýtingu sinna bíla. Sjálfvirkt niðurhalökurita er í appinu og öll gögn eru geymd í skýjalausn Scania. My Scania aðstoðar jafnframt bílstjórana við að bæta nýtni bílanna, verða betri ökumenn og viðhalda þeirri hæfni. Bjarni Arnarson er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Kletti: „Við erum að hjálpa okkar viðskiptavinum að ná meira hagræði í rekstrinum í gegnum þessi stoðtæki, ekki bara að minnka eldsneytiseyðslu og þ.a.l. kolefnissporið, heldur líka í rauninni að fara miklu betur með bílana þannig að þetta kemur inn á viðhalds- og öryggisatriði, að bílstjórarnir séu að keyra á löglegum hraða o.s.frv.“ CAT VisionLink er hugbúnaður sem er hýstur í skýinu og auðveldar daglegan rekstur og viðhald CAT atvinnutækja sem öll eru nettengd. Hægt er að fylgjast með eldsneytiseyðslu, bæði við vinnu og ílausa- og hægagangi mótors, lesa bilanakóða, sjá áætlaðar dagsetningar vegna viðhalds o.fl. Þannig er hægt að taka meðvitaðar og mælanlegar ákvarðanir varðandi rekstur tækisins ásamt því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Hybrid jarðýta

CAT D6XE er af nýjustukynslóð G6 jarðýta og fyrsta hádrifs hybrid-jarðýtaná markaðnum. Þar er á ferðinni svokölluð dísil-electric tækni þar semnæst allt að 50% sparnaður í eldsneytisnotkun samanborið við eldri útfærslur afsambærilegum vélum. CAT hefur einnig verið að vinna í driflínunni og eldsneytisnotkuninni hjá sér því fyrirtækið sér ekki fram á að það verði hægt að koma rafmagni í allra stærstu þungavinnuvélarnar í nánustu framtíð. CAT er hins vegar mikið að horfa á orkuskipti í sínum minni tækjum; lyftarar eru gott dæmi en stærri CAT lyftarar eru sífellt að fara af dísil yfir í rafmagn og nýverið var meðal annars kynntur nýr 12 tonna rafmagnslyftari.

Ný þjóustumiðstöð Kletts að Einhellu 1a í Hafnarfirði.

 

 

Meðal annarra tækja sem sýnd voru á kynningunni má nefna rafmagnsútfærslu af Ausa vélhjólbörum og rafknúinn liðléttingur frá MultiOne. Einnig var sýndur nýr rafmagnssorpbíl ásamt metanknúnum vörubíl frá Scania. Klettur á farsæla sögu í sölu á metanbílum. Nýju húsakynnin hjá Kletti vöktu hrifningugesta enda aðstaðan glæsileg í alla staði. „Við höfum tröllatrú á þessari staðsetningu, hér er Löður að opna trukkaþvottastöð, Frumherji er með skoðunarstöð í húsinu og Orkan er við endann á lóðinni með öflugar eldsneytisdælur fyrir allar gerðir ökutækja. Þannig að hér verður alhliða þjónusta fyrir verktaka í akstri, jarðvinnu- og byggingaframkvæmdum. Okkur hjá Kletti er mjög hugleikið það jafnvægi sem þarfað vera á milli þjónustu og seldra tækja og við segjum gjarnan að Klettur sé í raun þjónustufyrirtæki sem selur tæki,“ segir Kristján Már Atlason að lokum.

Aðrar fréttir