Innbyggð vigtakerfi eru lykillinn að sparnaði í efniskostnaði
CAT Payload er vigtakerfi sem er innbyggt í hjólaskóflur, beltagröfur, búkollur og grjóttrukka. Vigtakerfið hjálpar stjórnanda vélarinnar að moka sama magni í hvert skipti. Í mælaborðinu er að finna rauntíma upplýsingar eins og þyngd í skóflu og palli, fjölda ferða, efnismagn, framleiðni og eldsneytiseyðslu í rauntíma. Með því að fylgjast með tonnum, vörubílahlössum, tonnum á klukkutíma og eldsneytiseyðslu á hvert tonn geta stjórnendur haft fulla yfirsýn með notkun og árangri CAT Payload vigtakerfisins.
Fimm leiðir til að minnka kostnað og spara efni
- Minnkaðu hringrásartímann: Því fljótari sem þú ert að hlaða pallinn með réttri efnisþyngd, því minni kostnaður.
- Forðastu sektir og annan aukakostnað: Að yfirfylla vörubílspalla getur kostað sektir og leiðir til meiri eldsneytiseyðslu.
- Sýndu nákvæmni: Að senda bíl í burtu með of lítið magn af efni á pallinum kostar líka. Afgreiddu rétt magn í hvert skipti. Efnismagnið er alltaf það sama, sparaðu tíma og eldsneyti með rétt hlöðnum bíl.
- Rétt flotastærð: Hversu marga bíla þarftu fyrir hverja hjólaskóflu eða beltagröfu? Ef hver farmur er af mismunandi þyngd lengir þú verktímann.
- Mældu, stjórnaðu og bættu afköst: Ekki vanmeta sparnaðarmöguleikana með vigtakerfi. Þú veist hverju var mokað, hversu miklu var mokað, hversu mikið fór í hverri ferð og hvert það fór. Ef vélinn er að skila minni afköstum kemstu að því hvers vegna. Er vélin of lítil fyrir verkið? Þarfnast tækið uppfærslu? CAT Payload veitir þér svörin og vísar veginn til sparnaðar og skilvirkni.
Hversu mikið getur þú sparað með C Payload? Reiknaðu dæmið hér.
Ef þú vilt kynna þér málið frekar hafðu samband við Andra Þór Ólafsson, sölustjóra vinnuvéla, ao@klettur.is eða 590 5129.