Smurþjónusta

Klettur býður upp á smurþjónustu fyrir öll atvinnutæki og fólksbíla í Klettagörðum 8-10. Auk smur- og hjólbarðaþjónustu erum við með rafgeyma, rúðuþurrkur, rúðuvökva, ljósaperur og flest annað sem þurfa gæti.

 

Einnig býður Klettur upp á smurþjónustu á tækjum viðskiptavina úti á vinnusvæði og er þá notaður fullkomnasti smurbíll á landinu.

 

Sparaðu tíma og forðastu tímapantanir fyrir minniháttar lagfæringar eða viðhald. Mættu á staðinn eða bókaðu tíma hjá þjónustuveri.

Opnunartími
8:00-17:00 virka daga

Tímapantanir - Þjónustuver Kletts
s. 590 5200