Mælastofa

Mælitæki eru ómissandi til að halda vélum og tækjum í toppástandi. Hægt er að athuga hvort ástand tækis sé í samræmi við forskriftir framleiðanda með ítarlegum mælingum og prófunum.

 

Með gæði að leiðarljósi er nauðsynlegt að prófa og kvarða þau verkfæri sem notuð eru á verkstæðum okkar reglulega. Verkfæri eru prófuð með fullkomnum mælitækjum og athugað hvort frávik séu í aflestri miðað við óskað gildi og staðla. Niðurstöður eru skráðar í miðlæga grunna hjá okkur og fær hvert verkfæri staðfestingar vottorð að lokinni prófun.

 

Við erum meðvitaðir um gæði og því höfum við okkar eigin kvörðunardeild sem starfrækt er á Gæða- og tæknideild Kletts.

 

Þannig veitum við hágæða þjónustu og náum framúrskarandi gæðum – sem byrjar með kvörðunarþjónustu þar sem þau mælitæki sem notuð eru innan Kletts og af umboðsaðilum okkar um allt land eru prófuð.

 

Öll okkar verkfæri eru skráð í tækjaskrá sem gerir okkur mögulegt að innkalla og yfirfara þau á réttum tíma og þannig tryggja að öll vinna sé eins nákvæm og mögulegt er. Sem dæmi má nefna að herslumælar eru kvarðaðir á 6 mánaða fresti hjá okkur og fjölsviðsmælar og þrýstimælar einu sinni á ári.

 

Flæðimæla og önnur sértæk verkfæri eins og Stoneridge ökuritaforrita sendum við í kvörðun til okkar framleiðenda.

 

Klettur setur mjög háan staðal hvað varðar gæði og það ættir þú líka að gera þegar þú leitar til okkar.