Tæknideild

 

Tæknideild sinnir margvíslegum verkefnum s.s. þarfagreiningu, ráðgjöf, endurbótum auk þjónustu við hugbúnað og aðgangsstýringar samstarfsaðila. Starfsmenn tæknideildar eru samskipta- og samstarfsaðili viðskiptavinarins, aðstoða hann við skilgreiningu á þörfum og leita að lausnum. Mikil reynsla starfsmanna Kletts tryggir góða og trausta þjónustu til viðskiptavina.

 

Klettur hefur markað sér stefnu varðandi sölu tækniupplýsinga vegna þeirra bifreiða og tækja sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Viðskiptavinir geta nálgast ákveðnar tækniupplýsingar í gegnum meðfylgjandi tengla.

 

Caterpillar

Scania 

Scania Body Builder

Perkins 

Perkins Sabre

 

Heimasíður framleiðenda eru uppfærðar reglulega og þar geta viðskiptavinir nálgast tækniupplýsingar um nýjustu gerðir hverju sinni, auk upplýsinga um allar eldri gerðir viðkomandi merkja.

 

Ef viðskiptavinir óska eftir að tæknimenn Kletts útvegi þeim þessar tækniupplýsingar þá er sú þjónusta fúslega innt af hendi. Gjald vegna þeirrar þjónustu er kr. 12.500 án. vsk per kafla, hvort sem er að hluta eða í heild. Póstburðargjald leggst ofan á verð til viðskiptavina í þeim tilvikum sem það á við.

 

Ef þú þarft aðstoð við aðra sértæka þjónustu í síma eða í gegnum TeamView hjá Tæknideild Kletts fer tímagjald eftir umfangi og eðli verkefnis. Tímagjald slíkrar þjónustu er þó aldrei lægra en almennur taxti verkstæðis + vsk hverju sinni.

 

Við bjóðum einnig upp á föst verð fyrir ýmsar skýrslugerðir sem tengjast aflbreytingum aðalvéla og rafstöðva. Möguleiki er að samtvinna þessa aðstoð Tæknideildar Kletts inn í þjónustusamning fyrirtækja og samstarfsaðila Kletts.