Tæknideild

Klettur veitir tæknilegar upplýsingar til eigenda og þjónustuaðila vegan bifreiða og tækja sem fyrirtækið hefur umboð fyrir.

Ef viðskiptavinir óska eftir að tæknimenn Kletts útvegi þeim tækniupplýsingar þá er sú þjónusta fúslega innt af hendi í gegnum tölvusamskipti, síma eða TeamViewer. Gjaldið sem tekið er fyrir þessa þjónustu fer eftir þeim tíma sem fer í að afla upplýsinganna (þó aldrei minna en það sem nemur einum tíma) og gjaldskrá verkstæðis á hverjum tíma auk virðisaukaskatts.

Þjónusta þessi er innifalin í þjónustusamningum

Sendu okkur fyrirspurn með ósk um tæknilegar upplýsingar á netfangið service@klettur.is eða hringdu í móttöku okkar í síma 590 5200 sem kemur þér í samband við sérfræðinga okkar.