Klettur og forveri hefur verið umboðs-, sölu og þjónustuaðili fyrir Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar frá árinu 1995.

Vöru- og flutningabílar

Scania hefur skapað sér traustan sess hér á landi sem og annars staðar og þegar kemur að vali á vörubifreið til erfiðra verkefna er Scania góður valkostur. Áreiðanleiki, hagkvæmni og burðargeta eru helstu kostirnir, hvort heldur sem um er að ræða bifreið til þjónustu við bæjarfélög, verktaka eða aðra aðila.

 

Rútur

Scania framleiðir fullkomna línu af rútum, yfirbyggingum og undirvögnum sem henta við allar aðstæður, fyrir fyrirtæki á sviði almannasamgangna, rútufyrirtæki og sjálfstæða bílasmiði.