Scania og Nobina brautryðjendur í sjálfkeyrandi strætisvögnum í Svíþjóð - klettur.is

Scania og Nobina brautryðjendur í sjálfskeyrandi strætisvögnum í Svíþjóð

Scania í sameiningu við Nobina, sem er stærsta almenningssamgöngu fyrirtækið á Norðurlöndunum, eru að fara hefja prufuakstur á sjálfkeyrandi strætisvögnum í Stokkhólmi.

 

„Tæknin í dag býður upp á möguleikann til að hefja prufuakstur á sjálfskeyrandi stætisvögnum og er verkefnið eitt fyrsta sinnar tegundar í Evrópu á strætisvögnum í þessari stærð,” segir Karin Rådström, yfirmaður strætisvagna og hópferðabíla hjá Scaniu. „Verkefnið mun veita mikið magn af gagnlegum upplýsingum fyrir frekari þróun á stórum sjálfkeyrandi strætisvögnum.”

 

Áður en farþegum er velkomið um borð verða prófanirnar fyrst framkvæmdar án farþega. Öryggi verður að sjálfsögðu haft í forgang á meðan á prufuakstrinum stendur. Áætlað er að öryggisstjórar séu í strætisvögnunum sem eiga að tryggja að allt fari rétt fram og til að aðstoða farþega.

 

“Við hjá Nobina höfum skuldbundið okkur til að vera virkir þátttakendur í því sem við teljum vera mikilvægan þátt í framtíðarsamgöngum,” segir Henrik Dagnäs, framkvæmdarstjóri Nobina í Svíþjóð. “Þessar prófanir munu veita mikla innsýn og reynslu varðandi daglega stjórnun og rekstur á sjálfkeyrandi strætisvögnum og gera fleira fólki kleift að ferðast með almenningssamgöngum.”

 

Tveir Scania Citywide LF rafmagns strætisvagnar munu tengja hið örtstækkandi íbúðarhverfi Barkarby, sem er um 20 km frá miðbæ Stokkhólms, við nærliggjandi neðanjarðarlestarstöð. Strætisvagnarnir verða í notkun á 5 km leið með fjórum stoppistöðvum. Í upphafi er áætlað að stætisvagnarnir verði sjálfkeyrandi 1 km af leiðinni. Gert er ráð fyrir að um 300 farþegar muni nýta sér þessa þjónustu daglega.

 

Verkefnið er komið vel á veg og er áætlað að hefja prufuaksturinn á almenningsvegum í byrjun árs 2020.
Frekari upplýsingar um strætisvagnana:

  • Scania Citywide LF módel
  • Lengd 12 m
  • Rafmagnsaflkerfi
  • Hleðslustöð
  • 80 farþegar þar af 25 sem geta setið

 

Spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með.
Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið:  https://www.scania.com/group/en/nobina-and-scania-pioneer-full-length-autonomous-buses-in-sweden/

Sjá fleiri fréttir