Scania og Nobina brautryðjendur í sjálfskeyrandi strætisvögnum í Svíþjóð

Scania í sameiningu við Nobina, sem er stærsta almenningssamgöngu fyrirtækið á Norðurlöndunum, eru að fara hefja prufuakstur á sjálfkeyrandi strætisvögnum í Stokkhólmi.

 

„Tæknin í dag býður upp á möguleikann til að hefja prufuakstur á sjálfskeyrandi stætisvögnum og er verkefnið eitt fyrsta sinnar tegundar í Evrópu á strætisvögnum í þessari stærð,” segir Karin Rådström, yfirmaður strætisvagna og hópferðabíla hjá Scaniu. „Verkefnið mun veita mikið magn af gagnlegum upplýsingum fyrir frekari þróun á stórum sjálfkeyrandi strætisvögnum.”

 

Áður en farþegum er velkomið um borð verða prófanirnar fyrst framkvæmdar án farþega. Öryggi verður að sjálfsögðu haft í forgang á meðan á prufuakstrinum stendur. Áætlað er að öryggisstjórar séu í strætisvögnunum sem eiga að tryggja að allt fari rétt fram og til að aðstoða farþega.

 

“Við hjá Nobina höfum skuldbundið okkur til að vera virkir þátttakendur í því sem við teljum vera mikilvægan þátt í framtíðarsamgöngum,” segir Henrik Dagnäs, framkvæmdarstjóri Nobina í Svíþjóð. “Þessar prófanir munu veita mikla innsýn og reynslu varðandi daglega stjórnun og rekstur á sjálfkeyrandi strætisvögnum og gera fleira fólki kleift að ferðast með almenningssamgöngum.”

 

Tveir Scania Citywide LF rafmagns strætisvagnar munu tengja hið örtstækkandi íbúðarhverfi Barkarby, sem er um 20 km frá miðbæ Stokkhólms, við nærliggjandi neðanjarðarlestarstöð. Strætisvagnarnir verða í notkun á 5 km leið með fjórum stoppistöðvum. Í upphafi er áætlað að stætisvagnarnir verði sjálfkeyrandi 1 km af leiðinni. Gert er ráð fyrir að um 300 farþegar muni nýta sér þessa þjónustu daglega.

 

Verkefnið er komið vel á veg og er áætlað að hefja prufuaksturinn á almenningsvegum í byrjun árs 2020.
Frekari upplýsingar um strætisvagnana:

  • Scania Citywide LF módel
  • Lengd 12 m
  • Rafmagnsaflkerfi
  • Hleðslustöð
  • 80 farþegar þar af 25 sem geta setið

 

Spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með.
Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið:  https://www.scania.com/group/en/nobina-and-scania-pioneer-full-length-autonomous-buses-in-sweden/

Sjá fleiri fréttir

24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir
8 apríl, 2020

Frí netnámskeið hjá Caterpillar University til 31.maí

The Caterpillar University Online Campus býður viðskiptavinum Kletts upp á frí netnámskeið til 31.maí 2020

Lesa meir
24 mars, 2020

Ráðstafanir vegna Covid-19

Klettur leggur mikla áherslu á að lágmarka smithættu og fylgja almennum ráðleggingum Almannavarna. Nýjar verklagsreglur eru því í gildi núna til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina.

Lesa meir
11 mars, 2020

EXPEL – ný vara

Expel er byltingarkenndur búnaður sem hreinsar 99,999% af raka og olíu úr lofti og óhreinindi niður í 1 micron. Hannaður til að vernda lofstýrðar vélar og búnað og minnkar viðhald.

Lesa meir
6 febrúar, 2020

CAT D6 XE

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Caterpillar þar sem þeir eru meðal annars að kynna nýja D6 XE rafdrifna jarðýtu sem er fyrsta rafdrifna ýtan í heimi sem er með drifhjólin uppi.

Lesa meir
31 janúar, 2020

Nýr Páll Jónsson GK 7

Nýr Páll Jónsson GK 7 var að koma til landsins eftir siglingu frá Póllandi. Um borð í skipinu er Caterpillar búnaður.

Lesa meir