Nagladekk

Nagladekk grípa einstaklega vel í hálku en eru háværari en ónegld vetrardekk. Munstrið er grófara og naglarnir eru hannaðir til að höggva sig niður í ísinn þannig að gripið verði betra. Á Íslandi mega bílar vera á nagladekkjum á tímabilinu frá 1. nóvember til 14. apríl en utan þess tíma er bannað að vera á nagladekkjum og varðar sektum.

Klettur býður margar stærðir og gerðir nagladekkja og er verð á bilinu 10 til 80 þúsund kr. á dekk.

vetrardekk

Staðsetningar