Heilsársdekk
Heilsársdekk eru breiður flokkur dekkja því kalla má öll ónegld dekk heilsársdekk. Ónegld vetrardekk slitna hraðar á sumrin og veita minna grip en sumardekk. Við gerðum samanburðarprófun á lélegum vetrardekkjum og góðum sumardekkjum og þar munaði allt að tólf metrum á milli þeirra þegar nauðhemlað var í bleytu.
Hver eru þá bestu heilsársdekkin?
Það fer eftir því hverju leitað er eftir. Ef þér er sama um aukið viðnám og hærri eldsneytiskostnað á sumrin gætu ónegld vetrardekk verið góður kostur. Að nota sumardekk í hálku á veturna getur verið hættulegt og við mælum gegn því. Vænlegasti kosturinn er að nota sumardekk á sumrin en vetrardekk á veturna.

Ekki bíða í röð. Pantaðu tíma í dekkjaskipti hjá Kletti.
Alla virka daga kl. 8-17.
Athuga! Aðeins er hægt að bóka tíma fyrir fólksbíla, jepplinga og óbreytta jeppa. Fyrir önnur ökutæki eða vinnuvélar vinsamlegast hafið samband við 590 5100.