ESB staðfestir yfirburði Scania í eldsneytisskilvirkni
Fimm ár í röð hefur Scania unnið hin virtu „Green Truck“ verðlaun. Nú staðfesta tölur frá framkvæmdastjórn ESB að Scania er langfremst meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings.
Vörubílar, rútur og langferðabílar valda fjórðungi koltvísýringslosunar vegna vegasamgangna innan ESB og 6% heildarlosunar innan ESB. Þrátt fyrir úrbætur í sparneytni á undanförnum árum er losun enn að aukast, sérstaklega vegna aukinnar vöruflutningaumferðar um vegi.

Fyrstu losunarstaðlarnir
Árið 2019 lögleiddi ESB fyrstu koltvísýringslosunarstaðla fyrir þungaflutningaökutæki og settu markmið um að draga úr meðallosun milli 2025 og 2030. Samkvæmt nýju reglunum þurfa framleiðendur að draga úr losun koltvísýrings frá nýjum vörubílum um 15% að meðaltali frá 2025 og 30% frá 2030, samanborið við magnið 2019.
Nýlega gaf framkvæmdastjórn ESB út tölfræði um koltvísýringslosun frá nýjum vörubílum fyrir hvern stórbíl sem skráður er í sambandinu frá júlí 2019 til júní 2020. Þessi gildi eru grunnurinn að takmörkununum í kolttvísýringslöggjöfinni og verða grundvöllur vegatolla.

„Augljós markaðsleiðtogi“
Í skýrslunni skarar Scania fram úr m.t.t. til orkuskilvirkni og lítillar koltvísýringslosunar, 4,7% undir koltvísýringstakmarki ESB. Scania er eini stórbílaframleiðandinn sem er greinilega undir takmarki ESB, flestir aðrir eru ofan við.
„Koltvísýringstölurnar sem ESB gaf út sýna að Scania er augljós markaðsleiðtogi í eldsneytisnotkun. Þessar tölur eru byggðar á viðurkenndum prófunum á íhlutum og endurspegla einstaka langtímavinnu Scania varðandi loftaflfræði og aflrás,” segir Henrik Wentzel, yfirráðgjafi í áætlanagerð vöru hjá Scania.

Sanngjarn samanburður
Hann heldur áfram: „Kosturinn við vottuðu koltvísýringsgildin sem ESB gefur út er að allir verða að reyna að reikna á sama hátt. Þetta er sanngjarnasta leiðin í boði til þess að bera saman losun milli framleiðenda.“

Andreas Follér, yfirmaður sjálfbærni hjá Scania, segir tölurnar frá framkvæmdastjórn ESB einnig sýna að Scania sé algjörlega á réttri leið með að ná vísindamiðuðu takmarki sínu (e. Science Based Target), sem er að draga úr koltvísýringslosun ökutækja sinna í notkun um 20% fyrir 2025 samanborið við 2015.

Löggjöf ESB í samanburði við vísindamiðaða takmarkið
Scania er eini evrópski stórbílaframleiðandinn sem hefur samþykkt vísindamiðað takmark.
„Markmið okkar er að draga úr loftslagsáhrifum okkar til skemmri og meðallangs tíma, bæði fyrir vísindamiðað markmið og ESB löggjöf. Helsti munurinn er að koltvísýringslöggjöf ESB tekur aðeins tillit til „tanks-til-hjóls“ (e.Tank-to-Wheel (TtW)) losunar. Vísindamiðuðu takmörkin okkar eru mæld „Well-to-Wheel (WtW)“. Ef við skoðum pústlosun skiptir ekki máli hvort vörubíll er á 100% lífdísilolía eða 100% jarðaefnadísilolía, eða hvort hann keyrir á lífgasi eða náttúrulegu gasi. En fyrir vísindamiðaða takmarkið okkar, fyrir viðskiptavini okkar og plánetuna skiptir þetta miklu máli,” segir Andreas Follér.

Scania G 410 4×2 CNG with city trailer

 

Scania L 340 CNG/CBG 6×2 rear-steer, refuse collection

Sjá fleiri fréttir

4 ágúst, 2021

Nýjustu Scania metanbílunum fjölgar á Íslandi

Um 40 Scania vörubílar og strætisvagnar í nýjustu metanútfærslu eru nú komnir í notkun hér á landi. Nýju bílarnir eru að koma með auknu afli samhliða því að spara enn meira eldsneyti en áður.

Lesa meira
30 júlí, 2021

CAT hlaðið plan

Við hlöðum upp fyrir verslunarmannahelgina, og þar sem engar útihátiðar eru leyfðar hvers vegna ekki að taka rúntinn með fjölskylduna í gegnum planið hjá okkur í Klettagörðum.

Lesa meira
25 júní, 2021

Afhending á þremur tækjum til Bjössa ehf.

Stór dagur hjá Bjössa ehf. þar sem þeir Bjössi, Skúli og Haukur komu og tóku á móti þremur nýjum tækjum. Scania G450 XT, CAT valtar og CAT hjólagröfu.

Lesa meira
23 júní, 2021

ESB staðfestir yfirburði Scania í eldsneytisskilvirkni

Fjögur ár í röð hefur Scania unnið hin virtu „Green Truck“ verðlaun. Nú staðfesta tölur frá framkvæmdastjórn ESB að Scania er langbest meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings.

Lesa meira
8 júní, 2021

Afhendingar í maí

Það má segja að markaðurinn hafi tekið vel á móti nýju kynslóðinni af CAT vinnuvélunum og höfum við verið að afhenda töluvert af þeim upp á síðkastið.

Lesa meira
11 maí, 2021

Afhending á 352 NG Premium til Fossvéla

Fossvélar komu og tóku á móti CAT 352 premium vél um daginn, vélin fór beint í vinnu í Ingólfsfjallið með ripper enda mikið um að vera á Suðurlandi og til þess þarf efni.

Lesa meira
15 apríl, 2021

Afhending á CAT 340 premium til G Hjálmarssonar Akureyri

G Hjálmarsson Akureyri fékk afhenta hjá okkur CAT 340 HDHW premium beltagröfu sem er ríkulega útbúinn.

Lesa meira
22 mars, 2021

Starfsmaður í smurþjónustu

Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í smurþjónustu Kletts. Starfið felur í sér smurþjónustu og smáviðgerðir á öllum gerðum bifreiða og vinnuvéla með áherslu á vörubifreiðar.

Lesa meira