Hjá okkur fást CAT pallettutjakkar og vöruhúsalyftarar sem henta við hinar ýmsu aðstæður. Einnig bjóðum við uppá fjölbreyttar gerðir sérhæfðra lyftara fyrir t.d. langar vörur eins og timbur og rör frá þýska framleiðandanum Hubtex, ásamt því að útvega varahluti og dekk í flestar gerðir lyftara.
Með CAT getum við boðið tæki sem henta í öll verkefni þar sem fara saman frábær hönnun, lipurð, létt umgengni og áreiðanleiki. Í boði er heildstæð lína lyftara frá CAT með lyftigetu frá 1.500-15.000 kg, þar sem hægt er að velja um diesel-, rafmagns- og gaslyftara ásamt fjölbreyttu úrvali af pallettulyftum, brettalyftum og sérútbúnum vöruhúsalyfturum.
NPPL15
Mjög léttur (150 kg) og meðfærilegur pallettutjakkur sem hentar vel í minni útkeyrslubíla og alls kyns léttari vinnu.
- Lyftigeta 1500 kg
- Rafmagnskeyrsla og hífing
- Rafhlaða lithium 48 volt
- Allt að 6 klst í vinnu
- Hleðslutími 3,5 klst
- Með lithium rafhlöðu er hægt að hlaða hvenær sem er án þess að hafa áhrif á rýmd rafhlöðunnar.
- Verð 270.000.- án vsk
CE25mptp
pallettutjakkur sem er einfaldur og góður til allra nota.
- Lyftigeta 2500 kg.
- Tvöföld hjól undir göfflum að framan
- Verð 49.900.- án vsk
Þrautreyndir vinnuþjarkar fyrir atvinnumenn
Eigum 1,6 -1,8 og 2,0 tonna pallettutjakka á lager. Þeir eru með innbyggðu hleðslutæki rafhlaða er 1,6 tonn 150Ah og 1,8 og 2,0 tonn 250 Ah
Verð:
- NPP16N2 678.000.- án vsk
- NPP18N2 748.000.- án vsk
- NPP20N2 758.000.- án vsk
Endilega kíktu á úrvalið hjá okkur í Klettagörðum 8-10 eða hafðu samband við Gunnar sölumann okkar í síma 590 5135 eða með að senda póst á gma@klettur.is