Hjá okkur fást CAT pallettutjakkar og vöruhúsalyftarar sem henta við hinar ýmsu aðstæður. Einnig bjóðum við uppá fjölbreyttar gerðir sérhæfðra lyftara fyrir t.d. langar vörur eins og timbur og rör frá þýska framleiðandanum Hubtex, ásamt því að útvega varahluti og dekk í flestar gerðir lyftara.

Með CAT getum við boðið tæki sem henta í öll verkefni þar sem fara saman frábær hönnun, lipurð, létt umgengni og áreiðanleiki. Í boði er heildstæð lína lyftara frá CAT með lyftigetu frá 1.500-15.000 kg, þar sem hægt er að velja um diesel-, rafmagns- og gaslyftara ásamt fjölbreyttu úrvali af pallettulyftum, brettalyftum og sérútbúnum vöruhúsalyfturum.

NPPL15

Mjög léttur (150 kg) og meðfærilegur pallettutjakkur sem hentar vel í minni útkeyrslubíla og alls kyns léttari vinnu.

 • Lyftigeta 1500 kg
 • Rafmagnskeyrsla og hífing
 • Rafhlaða lithium 48 volt
 • Allt að 6 klst í vinnu
 • Hleðslutími 3,5 klst
 • Með lithium rafhlöðu er hægt að hlaða hvenær sem er án þess að hafa áhrif á rýmd rafhlöðunnar.
 • Verð 270.000.- án vsk

 

CE25mptp

pallettutjakkur sem er einfaldur og góður til allra nota.

 • Lyftigeta 2500 kg.
 • Tvöföld hjól undir göfflum að framan
 • Verð 49.900.- án vsk

 

Þrautreyndir vinnuþjarkar fyrir atvinnumenn

Eigum 1,6 -1,8 og 2,0 tonna pallettutjakka á lager. Þeir eru með innbyggðu hleðslutæki rafhlaða er  1,6 tonn 150Ah og  1,8 og 2,0 tonn 250 Ah

Verð:

 • NPP16N2  678.000.- án vsk
 • NPP18N2  748.000.- án vsk
 • NPP20N2  758.000.- án vsk

 

Endilega kíktu á úrvalið hjá okkur í Klettagörðum 8-10 eða hafðu samband við Gunnar sölumann okkar í síma 590 5135 eða með að senda póst á gma@klettur.is

Sjá fleiri fréttir

19 febrúar, 2021

Scania 540 S vörubíllinn vinnur með yfirburðum í samanburðarprófunum

Síðasta haust var Scania með í tveimur samanburðarprófunum í Þýskalandi sem skipulagðar voru af evrópskum viðskiptatímaritum. Niðurstöður 1000 punkta prófsins (þýs. 1000 Punkte Test) og European Truck Challenge (ETC) hafa nú verið opinberaðar og Scania 540 S vörubíllinn vann þær báðar með nokkrum yfirburðum. „Að vinna þessi samanburðarpróf er enn ein staðfestingin á leiðandi stöðu […]

Lesa meir
29 janúar, 2021

Nýja árið byrjar vel fyrir CAT

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla...

Lesa meir
20 janúar, 2021

Scania kynnir nýja V8-línu

Nýju V8-vélarnar frá Scania eru ekki aðeins eins kraftmiklar og hugsast getur heldur stórbæta þær einnig nýtingu á eldsneyti. Heildarsparnaður getur numið allt að sex prósentustigum, þegar nýi...

Lesa meir
23 október, 2020

Ný og spennandi jarðýta frá CAT

Nýja CAT D6 XE rafdrifna jarðýtan er nú fáanleg hjá Kletti. Fulltrúar Kletts fengu tækifæri til að prófa vélina í Danmörku fyrr á þessu ári og var það niðurstaða þeirra að hún stæðist allar væntingar og gott betur.

Lesa meir
24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir
8 apríl, 2020

Frí netnámskeið hjá Caterpillar University til 31.maí

The Caterpillar University Online Campus býður viðskiptavinum Kletts upp á frí netnámskeið til 31.maí 2020

Lesa meir

Staðsetningar