Sérfræðingur í loftlausnum

Óskum eftir að ráða vélfræðing eða vélvirkja á verkstæði okkar í Klettagörðum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Bilanagreiningar, viðgerðir og viðhald á Ingersoll Rand loftpressum og loftveitum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Vélfræðingur, vélvirki, bifvélavirki eða vanur vélaviðgerðum.
  • Ekki er gert ráð fyrir sérþekkingu búnaðar en það er kostur
  • Góð samskiptafærni og þjónustulund.
  • Íslensku og ensku kunnátta.
  • Almenn tölvukunnátta og að geta tileinkað sér tækninýjungar.
  • Stundvísi.
  • Ökuréttindi.

Fríðindi í starfi

  • Niðurgreiddur hádegismatur.
  • Afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins.
  • Íþróttastyrkur.
  • Sterkt og virkt starfsmannafélag.

Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu vörubíla, vinnuvéla og hjólbarða. Hjá Kletti vinna rúmlega 130 manns við þjónustu og sölu á meðal annars Scania og Caterpillar tækjum og vélum, IR loftpressum og Goodyear hjólbörðum. Hjá Kletti er mikið lagt upp úr menntun starfsmanna. Til að mynda njóta starfsmenn verkstæðisins símenntunar sem er fólgin í fjölda námskeiða hjá helstu birgjum félagsins

Gildi Kletts eru heiðarleiki, fagmennska, liðsheild og staðfesta.

Umsóknarfrestur er til og með 15.desember
Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Örn Ólafsson, þjónustustjóri, soo@klettur.is

Umsókn

Max file size 10MB.
Uploading...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Takk fyrir umsóknina
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis

FAGMENNSKA – LIÐSHEILD – STAÐFESTA- HEIÐARLEIKI

Um okkur

Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur býður einnig upp á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum.

Starfsemi

Starfsstöðvar Kletts eru sex talsins. Húsnæði félagsins í Klettagörðum 8-10 er stærst en það er sérhannað fyrir starfsemina og þá úrvalsþjónustu sem Klettur státar af. Klettur Norðurland opnaði á Akureyri árið 2018 en þar er rekin varahlutaverslun og þjónustuverkstæði. Hjólbarðaverkstæði Kletts eru í Klettagörðum, Suðurhrauni Garðabæ, Lynghálsi og í Hátúni og hjólbarðalager í Holtagörðum. Viðskiptavinir í öðrum landshlutum koma ekki að tómum kofanum hjá Kletti því félagið er í samstarfi við þjónustuaðila víða um land auk þess sem Klettur hefur á að skipa sérútbúna þjónustubíla 10 talsins þar af einn best búna smurþjónustubíl sem völ er á tilbúna að þjónusta viðskiptavini hvar sem er á landinu. Klettur starfar samkvæmt ströngustu kröfum helstu birgja félagsins. Þannig hefur starfsemi Kletts til að mynda hlotið hæstu mögulegu einkunnir hjá Caterpillar fyrir þætti sem snúa að hreinlæti og mengunarvörnum (Contamination Control) auk þess sem hún er með fulla vottun frá Scania sem staðfestir gæði og hátt þjónustustig (Dealer Operating Standard – DOS).

Mannauður

Helstu styrkleikar Kletts liggja í mannauðinum en félagið hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem býr yfir áralangri reynslu og mikilli sérþekkingu sem nýtist á hverjum degi. Hjá Kletti eru ríflega hundrað starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Á fimmta tug bifvéla- og vélvirkja starfa hjá félaginu og tæplega þrjátíu við hjólbarðaþjónustu. Önnur starfsgildi eru sérfræðistörf í tæknimálum og fjöldi starfa á þjónustusviði, við sölu, á lager, á skrifstofu og í yfirstjórn félagsins. Hjá Kletti er mikið lagt upp úr menntun starfsmanna. Til að mynda njóta starfsmenn verkstæðisins símenntunar sem er fólgin í fjölda námskeiða hjá helstu birgjum félagsins.

Skipurit Kletts

Önnur störf

Hefur þú áhuga á að vinna hjá framsæknu sölu- og þjónustufyrirtæki? Við skoðum alla sem falla inn í góða liðsheild. Umsóknir berast þjónustustjóra og verður öllum umsóknum svarað.