Afhending á CAT 908M til Flúðasveppa - klettur.is

Við vorum nýlega að afhenda Flúðasveppum nýja CAT908M hjólaskóflu sem mun leysa af hólmi hjá þeim CAT 908H2 2014 árgerð sem hér með leitar því nýrra eigenda.

Nýja vélin er útbúin Lincoln smurkerfi frá Poulsen og Prolec vigt frá Ísmar.

Myndin var tekin þegar við heimsóttum þá ásamt Antoni frá Ísmar og fórum yfir helstu atriði varðandi vélina og kennslu á vigtina.

Við óskum Flúðasveppum, starfsfólki þeirra og þeim Svavari og Ævari sem eru á myndinni, góðs gengis og þökkum fyrir frábæra sveppasúpu sem þeir buðu okkur upp á á Farmers Bistro 🙂

Sjá fleiri fréttir