Scania vörubifreiðar hafa um árabil verið söluhæstu vörubifreiðar landsins og er Hiab einn stærsti framleiðandi í heimi á hleðslukrönum fyrir vörubíla. Í ár heldur Scania upp á 50 ára afmæli V8 vélarinnar sem hefur verið flaggskip þeirra og ekki að ástæðulausu að bílar með V8 mótor hafa fengið nafnbótina „King of the Road“,“ segir Bjarni Arnarson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Kletti.

„Í dag er Scania eini framleiðandi vörubifreiða sem getur boðið V8 Euro 6 vélar, sem gefur þeim sérstöðu á sínum markaði. Scania hefur skapað sér traustan sess hér á landi og leggur Klettur mikinn metnað í að þjónusta viðskiptavini sína sem best. Opið er á vörubílaverkstæðinu til kl. 23.30 og í öllum deildum er bakvakt allan sólarhringinn allan ársins hring. Jafnframt höfum við opnað þjónustuumboð á Akureyri til að auka þjónustuna við viðskiptavini okkar,“ segir Bjarni.

 

Nýjungar frá Hiab

Vörulína og undirtektir Hiab hafa sennilega aldrei verið sterkari en Hiab hefur framleitt hleðslukrana óslitið frá 1944. „Undanfarið hefur Hiab kynnt marga nýja krana og tækninýjungar og má þar helst nefna nýja kynslóð af HiPro stjórnkerfinu sem er það fullkomnasta sem völ er á í hleðslukrönum en það býður upp á mikið vökvaflæði og einstaka samkeyrslu og nákvæmni á hreyfingum kranans,“ upplýsir Bjarni.

„Aðrar spennandi nýjungar eru ASC búnaður (Automatic Speed Control) sem eykur lyftigetu og stillir af hámarkshraða sjálfvirkt; PFD (Pump Flow Distribution) sem jafnar út vökvaflæði í réttu hlutfalli miðað við það vökvaflæði sem er til ráðstöfunar en með því fæst ótrúleg nákvæmni á hreyfingar kranans; Hiab VSL plus stöðugleikakerfi sem er afar fullkomið og býður upp á hámarksstöðugleika óháð í hvaða stöðu stoðfætur eru hverju sinni og eykur þar með öryggi bíls og krana; Hiab Endurance sem er ný umhverfisvæn yfirborðsmeðhöndlun á lakki krananna sem byggir á nanótækni og veitir hámarks vörn og endingu. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þær nýjungar sem komið hafa fram að undanförnu,“ segir Bjarni.

ESJ vörubílar ehf. er að fá þessa Scania R650 10×4*6 með Hiab krana og Tyllis ábyggingu afhenta.

Ný Scania R650 8×4*4

Kranaþjónusta Rúnars Bragasonar fékk afhentan í síðustu viku glæsilega Scania R650 8×4*4 með Hiab 408 HiPro hleðslukrana sem er um það bil 40 tm. Ábyggingin er frá Sörling í Svíþjóð og er pallurinn meðal annars með víbrara, gámalásum og upphitun. Ábyggingin er einstaklega lág á bílnum sem bætir alla umgengni. Góðar hirslur eru síðan á hliðum bílsins og er hann með stoðfætur að aftan.

 

Ný Scania R650 10×4*6

Urði ehf. og ESJ vörubílar ehf. eru um þessar mundir að taka í notkun stórglæsilega Scania R650 10×4*6 með Hiab 1058 HiPro hleðslukrönum ásamt Jib (fingri) en þessir kranar eru í 90-100 tm klassanum. Ábyggingin er frá Tyllis í Finnlandi og er hún sérsniðin að þörfum eiganda með tilliti til umgengni og festinga á vörum. Stoðfætur eru bæði fremst á bíl, út frá krana og aftast sem veitir 100% lyftigetu allan snúningsferilinn. Ábyggingin er einstaklega lág á bílnum. Góðar hirslur eru síðan á hliðum.

Urði ehf. er að fá þessa Scania R650 10×4*6 með Hiab krana og Tyllis ábyggingu afhenta.

V8 afmælisútgáfur

Allir bílarnir eru af Scania V8 afmælisgerð með 650 ha. 3.300 Nm V-8 vélini sem er 16,4 l. Ökumannshús er CR20N (millihátt), búið öllum helstu þægindum sem völ er á eins og leðuráklæði, lúxuskoju, ísskáp, margmiðlunarkerfi með snertiskjá, GPS leiðsögukerfi og hraðastilli með fjarlægðarnema og fleira. Ökumannshúsið býður upp á besta útsýni sem gerist í dag í vörubíl, frábært aðgengi að öllu sem viðkemur mælaborði og innstig inn í húsið er gott

 

*Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 25.10.2019

 

 

Sjá fleiri fréttir

19 febrúar, 2021

Scania 540 S vörubíllinn vinnur með yfirburðum í samanburðarprófunum

Síðasta haust var Scania með í tveimur samanburðarprófunum í Þýskalandi sem skipulagðar voru af evrópskum viðskiptatímaritum. Niðurstöður 1000 punkta prófsins (þýs. 1000 Punkte Test) og European Truck Challenge (ETC) hafa nú verið opinberaðar og Scania 540 S vörubíllinn vann þær báðar með nokkrum yfirburðum. „Að vinna þessi samanburðarpróf er enn ein staðfestingin á leiðandi stöðu […]

Lesa meir
29 janúar, 2021

Nýja árið byrjar vel fyrir CAT

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla...

Lesa meir
20 janúar, 2021

Scania kynnir nýja V8-línu

Nýju V8-vélarnar frá Scania eru ekki aðeins eins kraftmiklar og hugsast getur heldur stórbæta þær einnig nýtingu á eldsneyti. Heildarsparnaður getur numið allt að sex prósentustigum, þegar nýi...

Lesa meir
23 október, 2020

Ný og spennandi jarðýta frá CAT

Nýja CAT D6 XE rafdrifna jarðýtan er nú fáanleg hjá Kletti. Fulltrúar Kletts fengu tækifæri til að prófa vélina í Danmörku fyrr á þessu ári og var það niðurstaða þeirra að hún stæðist allar væntingar og gott betur.

Lesa meir
24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir
8 apríl, 2020

Frí netnámskeið hjá Caterpillar University til 31.maí

The Caterpillar University Online Campus býður viðskiptavinum Kletts upp á frí netnámskeið til 31.maí 2020

Lesa meir

Staðsetningar