Um okkur

Klettur – sala og þjónusta ehf. er félag sem byggir á gömlum og traustum grunni. Klettur hóf starfsemi í maí 2010, þegar félagið tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Klettur er leiðandi félag í sölu og þjónustu á breiðri línu vinnuvéla, aflvéla í skip, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, vöruflutninga- og hópferðabíla, hleðslukrana, hjólbarða, gíra og skrúfubúnaðar, auk annars búnaðar og fylgihluta fyrir þessa vörulínu.

 

Klettur hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem leitast alltaf við að finna hagkvæmustu lausnir fyrir viðskiptavini sína. Félagið hefur starfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.

 

 

Meginstarfsemi Kletts er að Klettagörðum 8-10, Reykjavík. Húsnæðið, sem er 4400 fermetrar, er sérhannað að starfsemi félagsins. Auk þess er félagið með 2200 fermetra lagerhúsnæði í Holtagörðum. Jafnframt er félagið með hjólbarðasölu og -verkstæði að Suðurhrauni 2b í Garðabæ og Hátúni 2A í Reykjavík. Einnig er þjónustuumboð á Akureyri, Klettur – Norðurland. Klettur starfar undir ströngum kröfum frá helstu birgjum sínum og hefur hlotið hæstu einkunnir fyrir „Contamination Control“ hjá Caterpillar og er með vottun frá Scania fyrir  „Dealer Operating Standard“ – DOS.

 

Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.

 

Helstu ágrip í sögu Kletts og forvera eru:

 • 1947 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili fyrir Caterpillar
 • 1952 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili á Goodyear hjólbörðum
 • 1979 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili fyrir Mitsubishi Heavy Industry gufuaflstúrbínur
 • 1980 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili fyrir Ingersoll Rand loftpressur
 • 1992 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili á sameinaðri framleiðslu Caterpillar og Mitsubishi á vörulyfturum
 • 1995 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili fyrir Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar
 • 2000 – Umboðsaðili fyrir Scana Volda gíra og skrúfubúnað
 • 2002 – Sölu og þjónustuaðili fyrir Hiab hleðslukrana
 • 2003 – Félagið flytur starfsemi sína í núverandi aðstöðu að Klettagörðum 8-10
 • 2010 – Klettur stofnað og tekur yfir alla starfsemi vélasviðs Heklu
 • 2010 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili fyrir Scania aflvélar og rafstöðvar
 • 2012 – Umboðs-, sölu og þjónustuaðili fyrir AUSA vinnuvélar
 • 2013     Umboð fyrir Langendorf vagna og palla fyrir vörubíla
 • 2014     Sala og þjónusta á Norba / Geesinknorba sorpsöfnunarbúnaði hefst
 • 2014     Umboðs-, sölu og þjónustuaðili á snjóblásurum frá J.A. Larue Inc. í Kanada
 • 2015     Multione á Ítalíu útnefnir Klett sem Umboðsaðila á Íslandi
 • 2018     Klettur – Norðurland opnar verkstæði og sölu á Akureyri

 

Klettur er í eigu fjögurra starfsmanna, Knúts G. Haukssonar, Bjarna Arnarsonar, Birgis Sigurðssonar og Sveins Símonarsonar. Í dag vinna um 100 starfsmenn hjá Kletti.