Vetrarþjónusta

Hjá okkur færðu vandaða fjölplóga, kastplóga, spíssplóga, snjótennur og undirtennur fyrir vörubíla, vinnuvélar og traktorsgröfur frá MAHLERS AB og HOLMS AB.

 

Við getum boðið léttar snjótennur fyrir borgartæki og dráttarvélar sem eru sérhannaðar til notkunar í bæjarfélögum, eða búnað ætlaðan fyrir alla vegi, ásamt miklu úrvali af aukahlutum og festingum fyrir bíla og tæki. Einnig býður Holms upp á sópa fyrir vinnuvélar og dráttarvélar.

 

Klettur er þá umboðsaðili fyrir kanadíska framleiðandann LARUE, sem framleiðir vandaða snjóblásara, og er söluaðili fyrir snjókeðjur frá Trygg, sem hafa fyrir löngu sannað sig hér á landi.