Klettur býður upp á margar gerðir af lyfturum frá Caterpillar sem henta við mismunandi aðstæður. Einnig bjóðum við upp á pallettulyftur og vöruhúsalyftara sem henta bæði í litlum fyrirtækjum og í stórum vöruhúsum.   Við seljum einnig fjölbreyttar gerðir sérhæfðra lyftara fyrir t.d. langar vörur eins og timbur og rör frá þýska framleiðandanum Hubtex, ásamt því að útvega einnig varahluti og dekk í flestar gerðir lyftara.

 

Með Caterpillar getum við boðið tæki sem henta í öll verkefni þar sem fara saman frábær hönnun, lipurð, létt umgengni og áreiðanleiki. Í boði er heildstæð lína lyftara frá CAT með lyftigetu frá 1.500-15.000 kg, þar sem hægt er að velja um diesel-, rafmagns- og gaslyftara ásamt fjölbreyttu úrvali af pallettulyftum, brettalyftum og sérútbúnum vöruhúsalyfturum.