Klettur býður upp á margar gerðir af lyfturum frá Hubtex sem henta við mismunandi aðstæður. Einnig eru fáanlegar pallettulyftur og vöruhúsalyftarar sem henta bæði í litlum fyrirtækjum og í stórum vöruhúsum.

 

Hubtex lyftarar eru framleiddir í Þýskalandi. Með frábærri hönnun og hugviti framleiða Hubtex mörg og mismunandi sérhæfð flutninga- og lyftitæki fyrir langar vörur eins og timbur og rör, sem og hvers kyns aðrar fyrirferðarmiklar vörur, t.d. framleiðslu iðnfyrirtækja. Tækin henta jafnt úti sem inni, eru vökvadrifin og með aldrifi ef þörf er á. Vélar eru ýmist Perkins dieselvélar sem uppfylla ströngustu mengunarstaðla eða rafmótorar með AC-tækni. Tæki sem koma á óvart.

 

Smelltu hér til að heimsækja vefsíðu Hubtex eða hafðu samband við sölumenn Kletts fyrir nánari upplýsingar.