Nýjungar frá Multione

Nýjungar frá MultiOne

Ívar, sölufulltrúi MultiOne á Íslandi, er nýlenntur frá Ítalíu þar sem hann heimsótti höfuðstöðvar MultiOne í Vicenza. Þar var hann að kynnast nýjustu útfærslum á tækjum frá MultiOne. Ber þar helst að nefna nýjustu MultiOne 8.5S vélina sem uppfyllir TIER 4 final mengunarstaðla. Í vélinni er Kohler mótor og common rail (EGR). MultiOne 8.5S er einstaklega öflug vél sem mengar lítið sem ekkert og hentar vel í gripahúsum. Einnig var MultiOne EZ7 kynnt sem er 100% rafmagsknúin vél. Hún er með 1.600 kg lyftigetu og notkunartíma upp á 3 tíma í fullri vinnu. Báðar vélarnar eru fjölnota vélar sem geta leyst hin ýmsu verkefni hvort sem það er í landbúnaði, bæjarvinnu eða hafnarvinnu. Jafnframt eru vélarnar einstaklega hentugar þar sem lítil loftræsting er.

Multione EZ7:

  • Sýrugeymar
  • Innbyggt hleðslutæki
  • Engin CO2 útblástur
  • Hljóðlát
  • Sparneytin

Fjölnota tæki með yfir 170 aukahluti í boði

Hugmyndin á bakvið MultiOne er að bjóða upp á eitt tæki sem getur leyst margskonar vinnu. Hægt er að líkja tækinu við svissnenskan vasahníf, sem oftar en ekki hefur komið að góðum notum í hinum ýmsu aðstæðum. Með meira en 170 aukahluti í boði getur vélin verið sláttuvél, lyftari, steyputunna eða snjóruðningstæki, allt eftir því hvað hentar að hverju sinni.

Fyrirtæki í mikilli þróun

Heimsóknin til Vicenza var afar ánægjuleg samkvæmt Ívari og benti hann á að það væri jákvætt að sjá hveru stórt skref MultiOne hefur tekið í þróun á mengunarstöðlum. Fyrirtækið er í mikilli þróun, vélarnar orðnar mun öflugri og þeir leggja mikið upp úr umhverfismálum. Stór hluti af framleiðslu þeirra fer fram innan fyrirtækisins t.d. skera þeir járn í vélarnar sínar sjálfir og sjóða saman með róbotum. Einnig voru þeir að kaupa aukahlutafyrirtækið Zappator, sem að framleiðir flest alla aukahlutina sem MultiOne býður uppá. Það eru því spennandi tímar framundan hjá MultiOne, samkvæmt Ívari, en nýjustu vélarnar má vænta til landsins um miðjan júní.

Aðrar fréttir