Almennir ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð gildir í eitt ár nema annað sé sérstaklega tekið fram í sérstökum ábyrgðarskilmálum sem fylgja hinu selda. Það er skilyrði ábyrgðar KLETTS að kaupandi tilkynni til KLETTS (eða umboðsmanns KLETTS) um galla á söluhlut tafarlaust frá því hann varð gallans var, sbr. 32. gr. kauplaga. Kostnaður vegna vinnu og varahluta, sem til fellur á ábyrgðartímanum og rekja má til framleiðslu og/eða efnisgalla, er á ábyrgð KLETTS. Skilyrði fyrir slíkri ábyrgð er að vinnan sé unnin á verkstæði KLETTS (sendingarkostnaður er ekki innifalinn).

 

Ábyrgðin fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar og ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á vöru. Til þess að fyrirbyggja ranga meðferð á hinu selda bendir KLETTUR viðskiptavinum sínum á að kynna sér rækilega handbækur og/eða aðrar upplýsingar sem fylgja hinu selda.

 

Hið selda fellur úr ábyrgð er:

1.Aðrir en starfsmenn (umboðsmenn) KLETTS hafa gert við, eða gert tilraun til að gera við það, án samþykkir KLETTS.

2.Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.

3.Viðhaldskröfum framleiðanda er ekki fylgt.